Home > Uncategorized > Upphaf verkefnisins

Upphaf verkefnisins

Í byrjun voru tvær hugmyndir í gangi þær voru.

1. Búa til xy plotter

 

2. Búa til tæki sem skrifar á töflu

Eftir dálitla umhugsun var ákveðið að gera tækið sem skrifar á töflu þar sem það er meira krefjandi verkefni og er meiri nýsköpun fólgin í því en xy plotternum.

Mynd af frumgerð töfluteiknarans má sjá á meðfylgjandi mynd.

 

Eins og sjá má samanstendur lausnin af tveimur mótórum, keðju og tveimur tannhjólum. Það var því ljóst að byrja þurfti á því að redda því. Farið var í GÁP og þar fengum við að gramsa í körfu fyrir ónýt strekkjaratannhjól. Í fyrstu ætluðu þeir síðan að safna ónýtum keðjum og láta okkur fá þegar við kæmum næst. En að lokum gáfu þeir okkur sex splunkunýjar reiðhjólakeðjur og þökkum við þeim kærlega fyrir það.

Farið var í mótóraleiðangur upp í Marel þar sem ljóst var að nauðsynlegt var að fá öfluga steppermótóra til þess að drífa þetta keðjuverk sem var ansi þungt. Þeir hjá Marel voru virkilega þægilegir og fengum við tvo high torque mótóra sem gefnir eru upp fyrir 2,5A á hvern fasa.

Við áttum tvær mótórstýringar þannig allt var tilbúið fyrir fyrstu prufun. Fljótlega kom í ljós að mótórstýringin gat ekki höndlað þann mikla straum sem þurfti til að fá allt út úr mótornum. Þær voru einungis gefnar upp fyrir 750 mA. Þá var farið í fálkann og spurðum við lengi út í lausnir á þessu vandamáli. Að lokum komumst við að því að þeir hjá fálkanum gáfu marga svona mótóra til Keilis. Okkur datt þá í hug að þeir gætu átt einhverjar  mótórstýringar. Við komum okkur þá í samband við Rúnar Unnþórsson sem er forstöðumaður þar. Hann sagðist hafa tvær stýringar og ætlaði að athuga hvort við gætum ekki fengið þær. Það var í lagi og við fengum tvær 7A stýringar til þess að drífa mótórana.

Stýringarnar má sjá hér:

http://www.geckodrive.com/g203v-p-34.html

Mótórana má sjá hér:

http://jvl.dk/default.asp?Action=Details&Item=344 og datasheet http://jvl.dk/default.asp?Action=Details&Item=344

Hér að neðan má síðan sjá nokkrar myndir af fyrstu uppsettningunni.

 

Hér sést uppsetning.

Hér sést síðan betur tengingin við mótórinn.

Hér sést rafbúnaðurinn og gömlu mótórstýringarnar.

 

Staða verkefnisins:

Búið að er að setja upp mekanismann og fá hann til að virka.

Núna fer af stað forritun til þess að hægt sé að skrifa/teikna eitthvað af viti með tækjunum.

Það á síðan eftir að búa til gripinn sem mun halda á pennanum. Nauðsynlegt er að hanna hann svo að hann sé virkilega stöðugur til þess að penninn geti sinnt sínu verkefni af kostgæfni.

 

En höfum þetta nóg í bili.

Advertisements
Categories: Uncategorized
  1. No comments yet.
  1. No trackbacks yet.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s

%d bloggers like this: